Heimsóknarbann á Ási

Ljósmynd/Ás

Í framhaldi af yfirlýsingu Almannavarna um neyðarstig vegna COVID-19 hefur verið sett á heimsóknarbann á Ási, dvalar- og hjúkrunarheimili í Hveragerði.

Bannið tók gildi kl. 17 í dag. Aðstandendum íbúa á Ási er bent á að hringja á viðkomandi dvalarstað og fá upplýsingar um sinn aðstandanda eða samband við hann.

Fyrri greinGul viðvörun: Ekkert ferðaveður
Næsta greinSelfoss valtaði yfir Reyni