Heimir ráðinn skólastjóri Kvíslarskóla

Heimir Eyvindarson.

Á fundi bæj­ar­ráðs Mosfellsbæjar í gær var sam­þykkt að ráða Heimi Ey­vind­ar­son í stöðu skóla­stjóra Kvísl­ar­skóla og hef­ur hann störf 1. ág­úst næst­kom­andi.

Átta um­sókn­ir bár­ust um starf­ið og var hann val­inn úr hópi góðra um­sækj­enda.

Heim­ir lauk kenn­ara­prófi frá Kenn­ara­há­skóla Ís­lands árið 2010 og hef­ur síð­an bætt við sig við­bót­ar­diplómu á meist­ara­stigi í op­in­berri stjórn­sýslu. Þá er hann að ljúka meist­ara­námi í stjórn­un mennta­stofn­ana við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands. Hann starfaði lengi sem deildarstjóri við Grunnskólann í Hveragerði áður en hann var ráðinn skólastjóri í Stykkishólmi árið 2023.

Heim­ur hef­ur jafn­framt ver­ið virk­ur í fé­lags­störf­um og sit­ur í stjórn Or­lofs­sjóðs Kenn­ara­sam­bands Ís­lands fyr­ir hönd Skóla­stjóra­fé­lags Ís­lands og í stjórn Fé­lags dönsku­kenn­ara á Ís­landi. Hann er einn­ig mats­mað­ur hjá Rannís vegna um­sókna í Era­smus+, styrkja­áætlun Evr­ópu­sam­bands­ins fyr­ir mennta-, æsku­lýðs- og íþrótta­mál.

Fyrri greinGuðríður sæmd Heiðurskrossi og Jón M gerður að heiðursfélaga ÍSÍ
Næsta grein„Öll tilbúin að negla þetta“