Á fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar í gær var samþykkt að ráða Heimi Eyvindarson í stöðu skólastjóra Kvíslarskóla og hefur hann störf 1. ágúst næstkomandi.
Átta umsóknir bárust um starfið og var hann valinn úr hópi góðra umsækjenda.
Heimir lauk kennaraprófi frá Kennaraháskóla Íslands árið 2010 og hefur síðan bætt við sig viðbótardiplómu á meistarastigi í opinberri stjórnsýslu. Þá er hann að ljúka meistaranámi í stjórnun menntastofnana við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hann starfaði lengi sem deildarstjóri við Grunnskólann í Hveragerði áður en hann var ráðinn skólastjóri í Stykkishólmi árið 2023.
Heimur hefur jafnframt verið virkur í félagsstörfum og situr í stjórn Orlofssjóðs Kennarasambands Íslands fyrir hönd Skólastjórafélags Íslands og í stjórn Félags dönskukennara á Íslandi. Hann er einnig matsmaður hjá Rannís vegna umsókna í Erasmus+, styrkjaáætlun Evrópusambandsins fyrir mennta-, æskulýðs- og íþróttamál.