Heimir býður sig fram til formennsku

Heimir Eyvindarson. Ljósmynd/Aðsend

Heimir Eyvindarson, dönskukennari og deildarstjóri í Grunnskólanum í Hveragerði, býður sig fram til formanns Kennarasambands Íslands.

Heimir tilkynnti þetta bréfleiðis til framboðsnefndar KÍ í gærkvöldi.

Formannskjör fer fram í byrjun nóvember en formannsskipti fara fram á þingi KÍ í apríl á næsta ári. Framboðsfrestur rennur út þann 4. október næstkomandi.

Fyrri greinSpunavélin á Stokkseyri
Næsta greinNý listasýning í Gallerý Listaseli