Heimilið og jólin opna í Reykjavík

Ólafur Hlynur og Hanna Sigga í versluninni á Selfossi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Heimilið og jólin koma með jólin til Reykjavíkur þegar ný verslun opnar í Glæsibæ í næstu viku.

Þetta er önnur verslun fyrirtækisins en Heimilið og jólin opnaði á Selfossi í september. Að sögn eigendanna, Ólafs Hlyns Guðmarssonar og Hönnu Siggu Unnarsdóttur, hafa viðtökurnar verið frábærar en í versluninni er hægt að fá jólavöru, heimilisvöru, gjafavöru og húsgögn svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur vefverslunin verið mjög vinsæl og hafa viðskiptavinir um allt land nýtt sér þjónustu hennar.

Verslunin í Glæsibæ opnar þriðjudaginn 3. nóvember kl. 11:20 og verða ýmis tilboð í gangi. Margrét Helgadóttir, fyrrum verslunarstjóri Lindex, hefur verið ráðin verslunarstjóri í nýju versluninni.