Heimgreiðslur teknar upp í Hrunamannahreppi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps hefur samþykkt að greiða sérstakar heimgreiðslur til foreldra og forráðamanna barna sem ekki eru í leikskóla, frá 12 mánaða aldri og þar til barni er boðin leikskóladvöl.

Skilyrði fyrir greiðslum er að barn sé á biðlista eftir leikskólaplássi en heimgreiðslur eru greiddar frá þeim degi sem barn nær 12 mánaða aldri og þær falla niður þann dag sem barn hefur leikskólagöngu. Heimgreiðslur falla einnig niður ef barn fer í annars konar niðurgreidda dagvistun á vegum sveitarfélagsins.

Heimgreiðslur eru 110 þúsund krónur á mánuði fyrir hvert barn og fást að hámarki greiddar í 11 mánuði á ári.

Fyrri grein„Einstakt tækifæri sem við viljum nýta sem allra best“
Næsta greinJólatónleikar Jórukórsins í kvöld