Heimavinnsla afurða kynnt í kvöld

Í kvöld kl. 20:30 verður kynning á Beint frá býli, félagi heimavinnsluafurða, á Geirlandi í Skaftárhreppi.

Klasinn Friður og frumkraftar stendur fyrir kynningunni. Tilgangur Beint frá býli er að hvetja til heimavinnslu og sölu beint frá bændum. Einnig að vinna að hagsmunum þeirra bænda sem stunda eða hyggjast stunda hvers konar framleiðslu og sölu á heimaunnum afurðum.

Formaður samtakanna, Guðmundur Jón Guðmundsson, bóndi í Holtseli í Eyjafjarðarsveit, mun fræða gesti og ræða raunveruleg dæmi sem að þessu snúa; heimavinnslumöguleika, leiðir o.fl. í því samhengi.

Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta á Geirland kl. 20:30 í kvöld.

Heimasíða Beint frá býli

Fyrri greinFyrsti glugginn opnaður
Næsta greinBrotist inn í tvo bústaði