Heimamenn buðu lægst í þakviðgerð

Þrándarholt Sf átti lægsta tilboðið í endurnýjun þaks á Þjórsárskóla í Árnesi, tæpar átta milljónir króna.

Tilboðin voru opnuð fyrir skömmu. Auk Þrándarholts sf buðu Trésmiðja Ingólfs á Hellu og Arn-Verk í Hveragerði í verkið.

Arn-verk ehf bauð rúmar 18,1 milljón króna og Trésmiðja Ingólfs 12,3 milljónir króna. Kostnaðaráætlun hljóðaði uppá 12,5 milljónir króna.

Verkinu skal lokið áður kennsla hefst að loknu sumarleyfi.

Fyrri greinSkortur á íslenskum tómötum
Næsta greinEggert Valur: Uppbygging og framfarir í Árborg á næsta kjörtímabili