Heilsuvika á Suðurland FM

Í dag hefst heilsuvika á Suðurland FM í þriðja sinn. Til 19. janúar verður dagskrá stöðvarinnar tileinkuð heilsu, bæði líkamlegri og andlegri.

Tekin verða viðtöl við sérfræðinga, og fjallað um heilsupunkta auk þess sem hlustendur verða að sjálfsögðu leystir út með vinningum frá fyrirtækjunum sem er annt um heilsu Sunnlendinga. Þar verður til mikils að vinna.

Það er því heilsusamlegt að vera rétt stilltur á Suðurland FM 96,3 – 93,3 í Vestmannaeyjum eða á netinu.