Heilsusamleg skemmtun á Vorinu

Hátíðin Vor í Árborg er í fullum gangi en henni lýkur á morgun, sunnudag. Mikið var um að vera í miðbæ Selfoss í dag þar sem heilsa og lífsstíll var í fyrirrúmi.

Heilsuefling var í fyrirrúmi í markaðstjaldinu við Tryggvaskála. Gestir gátu fengið fitumælingu, smakkað á ávöxtum, kynnt sér jóga og brugðið sér í bekkpressu svo eitthvað sé nefnt.

Fyrirsætur á öllum aldri sýndu föt frá Motivo, Hosilo og Beroma við undirleik trommara úr Tónlistarskóla Árnesinga og Taekwondo deild Selfoss var einnig með sýningu.