Heilsugæslan opnar aftur um miðjan nóvember

Áætlað er að heilsugæslustöð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Hvolsvelli opni á ný eftir framlengda sumarlokun þann 16. nóvember næstkomandi.

Þetta kemur fram á heimasíðu HSu.

Heilsugæslustöðin hefur verið lokið síðan í sumar en unnið hefur verið að framkvæmdum í húsinu. Á fundi sínum þann 8. október sl. harmaði sveitarstjórn Rangárþings eystra lokunina og hvatti til þess að framkvæmdum yrði flýtt svo að hægt yrði að opna stöðina sem allra fyrst aftur.

Fyrri greinHrafnhildur ráðin tilraunastjóri
Næsta greinÞórsarar völtuðu yfir Tindastól