Heilsueflandi samfélag í Grímsnes- og Grafningshreppi

Ljósmynd/GOGG

Í gær skrifaði Grímsnes- og Grafningshreppur undir samning við Landlæknisembættið um að sveitarfélagið verði heilsueflandi samfélag.

Það voru Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri og Alma D. Möller, landlæknir, sem skrifuðu undir samninginn.

Um leið skrifuðu fulltrúar félagasamtaka í Grímsnes- og Grafningshreppi undir samstarfssamning sem hljóðar upp á að halda einn til tvo viðburði á ári sem ekki ná aðeins til sinna félagsmanna heldur virki líka nærsamfélagið.

Félögin sem skrifuðu undir eru kvenfélagið, ungmennafélagið, lionsklúbburinn, sauðfjárræktarfélagið, hjálparsveitin, leikfélagið á Borg og frá Sólheimum var það einnig skátafélagið, leikfélagið og íþróttafélagið Gnýr.

Nemendur 2. bekkjar í Kerhólsskóla sungu þrjú lög við athöfnina en síðan fór Alma út til að hitta alla nemendur grunn- og leikskólans.

Fyrri greinÁfram hjá Arionbanka þrátt fyrir óánægju vegna lokunar
Næsta greinÓhefðbundið HSK þing framundan