Heilgrillað naut á Kótelettunni

Bæjar-, fjölskyldu- og tónlistarhátíðin Kótelettan verður haldin í þriðja sinn á Selfossi um helgina.

Landssamband kúabænda og Félag kúabænda á Suðurlandi, í samvinnu við Sláturhúsið Hellu hf og MS, bjóða upp á heilgrillað naut á hátíðinni, eftir hádegi á morgun, laugardag.

Í boði er heilgrillaður UN úrval A skrokkur, 230,5 kg frá Langagerði í Fljótshlíð, með piparrótarsósu, sem samanstendur af 10% sýrðum rjóma, ferskri piparrót og dijon sinnepi.

Áhugamenn um góðan grillmat ættu ekki að láta þetta fram hjá sér fara.

Fyrri greinTakmarkanir á umferð um þjóðgarðinn á Þingvöllum
Næsta greinHaraldur stökk lengst allra