Heiðin og Þrengslin lokuð til morguns

Hjálparsveit skáta í Hveragerði stendur/situr vaktina við hringtorgið og lokar upp á Hellisheiði. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Uppfært 15:15 Hellisheiðin hefur verið opnuð.

Uppfært 7:05 Þrengslin hafa verið opnuð og unnið er að mokstri á Hellisheiði.

Hellisheiði og Þrengsli hafa verið lokuð frá því á ellefta tímanum í gærkvöldi. Áfram verður lokað í kvöld og nótt og fram á morgun, samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.

Mikill skafrenningur er víða á Suðurlandi og því má áfram búast við slæmri færð og slæmu skyggni.

Suðurstrandarvegur er einnig lokaður en unnið er að því að opna hann, en það kemur þó Sunnlendingum ekki milli landshluta því bæði Grindavíkur- og Krýsuvíkurvegur eru lokaðir. Þá er Suðurlandsvegur einnig lokaður milli Selfoss og Hveragerðis.

Lyngdalsheiðin er einnig lokuð um óákveðinn tíma, sem og Mosfellsheiði. Þæfingsfærð og snjóþekja er á öðrum vegum á Suðurlandi.

Fyrri greinSjáðu snjóinn á Selfossi!
Næsta greinAppelsínugul viðvörun: Ofsaveður á Suðausturlandi