Heiða Ösp ráðin sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Heiða Ösp Kristjánsdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri fjölskyldusviðs hjá Sveitarfélaginu Árborg. Starfið var auglýst laust til umsóknar í október og bárust níu umsóknir um starfið.

Heiða Ösp lauk BA prófi í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands með starfsréttindum árið 2006. Þá lauk hún MA prófi í félagsráðgjöf frá sama háskóla árið 2014. Heiða Ösp hefur starfað sem deildarstjóri félagsþjónustu Árborgar frá 2020.

Á árunum 2018-2020 starfaði hún sem ráðgjafi og atvinnulífstengill hjá VIRK og á árunum 2013-2018 starfaði hún sem félagsráðgjafi hjá barnavernd Árborgar. Á árunum 2011- 2013 var Heiða Ösp forstöðumaður unglingasmiðjanna Traðar og Stígs hjá Reykjavíkurborg.

Heiða Ösp mun taka við starfi sviðsstjóra um áramótin en þá lætur Þorsteini Hjartarson af störfum eftir 11 ár sem sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Fyrri greinSkrásetja öll sorpílát í sveitarfélaginu
Næsta greinPólskur heimilismatur slær í gegn á Árhúsum