Heiða Ösp ráðin deildarstjóri félagsþjónustu

Heiða Ösp Kristjánsdóttir, ráðgjafi og atvinnulífstengill hjá VIRK, hefur verið ráðin deildarstjóri félagsþjónustu Sveitarfélagsins Árborgar.

Starfið var auglýst laust til umsóknar í febrúar síðastliðnum.

Heiða Ösp hefur lokið BA og MA gráðu í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands. Hún starfaði um árabil sem félagsráðgjafi hjá barnavernd Árborgar og þar áður sem forstöðumaður Unglingasmiðjanna Traðar og Stígs hjá Reykjavíkurborg. Heiða Ösp hefur einnig sinnt stundakennslu við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands og unnið á barna- og unglingageðdeild Landspítalans.

Stefnt er að því að Heiða Ösp hefji störf hjá félagsþjónustu Árborgar í maímánuði.

Fyrri greinHeilsugæslan og sjúkraflutningar á Höfn færist yfir til HSU
Næsta grein16,7 milljónir í menningarstarf á Suðurlandi