Heiðraði minningu Bobby Fischer

Sænski kvikmyndaleikstjórinn og skáldið, Lukas Moodyson, sem er heiðursgestur RIFF kvikmyndahátíðarinnar heimsótti Fischersetrið á Selfossi um síðustu helgi eftir að hafa verið viðstaddur stutta minningarstund í Laugardælakirkju.

Í föruneyti Moodyson voru þeir Einar S. Einarsson, Hrafn Jökulsson og Gyrðir Elíasson.

Leikstjórinn er forfallinn skákáhugamaður og vildi svo til að á sama tíma og hópurinn heimsóti Fischersetrið var Skákskóli Íslands að kenna um 25 grunnskólabörnum skáklistina.

Eftir að hafa skoðað safnið, tóku gestirnir tvær skákir í anda Bobby Fischer.

Fyrri greinLilja í fjórða sæti í Glasgow
Næsta greinDóra Eyvindar: Bókasafnið er menningarmiðstöð