Heiðin og Þrengslin lokuð

Hellisheiði og Þrengsli eru lokuð fyrir umferð, en þar er stórhríð og sést ekki út úr augum. Bíll fór útaf í Kömbunum snemma í morgun og slasaðist ökumaður á höfði.

Lögregla, í samráði við Vegagerðina, ákvað að loka vegunum um fimm leytið í nótt. Skömmu áður hafði bíll farið út af í Kömbum.

Ökumaður var fluttur á sjúkrahús en hann meiddist lítillega á höfði.

Spáð er vonskuveðri, stormi með hríð, skafrenningi og slæmu skyggni um mest allt suðvestanvert landið í dag og ekki útlit fyrir að það taki að skána fyrr en síðdegis. Dregur úr snjókomunni um hádegi, en áfram verður hvasst og kóf fram á kvöld.

Slæmt veður er á Suðurlandi, stíf norðaustan átt, talsverð ofankoma og blint.

Fyrri greinEngin kennsla í FSu í dag
Næsta greinSex bílar fastir á Dómadal