Heiðin há skelfur

Jarðskjálfti af stærðinni M4,1 varð um kl. 20:17 á Heiðinni há, norðan við Selvog. Fleiri skjálftar hafa verið á sömu slóðum í dag og kvöld en ekki er að sjá nein merki um gosóróa.

Sérfræðingar veðurstofu fylgjast grannt með framvindu mála, en skjálftinn varð á þekktu jarðskjálftasvæði.

Skjálftinn fannst víða, meðal annars í Þorlákshöfn.

Fyrri greinÁtta keppendur á héraðsmóti í golfi fatlaðra
Næsta greinLögreglan leitar að Jónasi Þór