Heiðin og Þrengslin lokuð

Búið er að loka yfir Hellisheiði og Þrengsli en glerhált er á vegum og afleitt skyggni.

Að sögn tíðindamanns sunnlenska.is var meðalaksturshraðinn í Þrengslunum í morgun 10 km/klst og nokkrir bílar höfðu hafnað utan vegar.

Vegagerðin varar við flughálku á milli Þorlákshafnar og Hveragerðis. Hálka og skafrenningur er á Sandskeiði. Hálka eða snjóþekja er á flestum vegum á Suðurlandi.

UPPFÆRT KL. 8:17

Fyrri greinNý flóðahermun kynnt í sveitarstjórn
Næsta greinSkólahaldi aflýst í Flóaskóla