Heggnasi nær sexfaldaði leiguna

Feðgarnir Jón Þór Júlíusson og Júlíus Jónsson í fyrirtækinu Hreggnasa buðu hæst í veiðiréttinn í Fossá í Þjórsárdal en tilboð voru opnuð á mánudag.

Rétturinn er leigður til fjögurra ára og hljóðaði tilboð Hreggnasa upp á 8,5 milljónir króna fyrir árin fjögur. Hátt í tuttugu aðilar skiluðu inn tilboðum, og voru þau á all miklu reiki, en flest á bilinu 2,9 til 4 milljónir króna. Tilboð Hreggnasa var því langhæst.

Tilboðið lætur einnig nærri því að vera sexfalt hærra en það verð sem greitt var fyrir veiðiréttinn í ánni á síðasta útboðstímabili.

Hreggnasi er öflugt félag sem hefur ýmsar af þekktustu ám landsins í leigu, svo sem Laxá í Kjós og Grímsá.

Fyrri greinDeilur um landamerki stöðva hótelbyggingu
Næsta greinHert skilyrði við umsóknir