Hefur selt tæki fyrir 200 milljónir króna síðustu tvö ár

Verkefnastaða hjá jarðvinnuverktakanum Ingileifi Jónssyni hefur ekki verið lakari síðustu tíu árin.

Fyrirtækið er með lítið verkefni fyrir RARIK en engin stærri verkefni hafa verið í gangi síðan fyrirtækið lauk við breikkun Suðurlandsvegar 20. júlí síðastliðinn en það var verk upp á 800 til 900 milljónir króna.

Ingileifur segir að reksturinn sé í lágmarki núna en um tólf manns starfa hjá fyrirtækinu, að mestu í smáverkefnum. Ingileifur hefur selt frá sér tæki fyrir 200 milljónir króna síðustu tvö ár en í samtali við Sunnlenska sagði hann að ekki yrði um frekari tækjasölu að ræða.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu

Fyrri greinVilhjálmur stefnir á 4. sætið
Næsta greinÖruggt hjá Hamri á Ísafirði