Hefur þú fundið hasslykt?

Foreldrafélögin í Árborg boða til forvarnarfundar í Sunnulækjarskóla í kvöld, fimmtudagskvöld kl. 20.

Þar mun Elís Kjartansson, rannsóknarlögreglumaður, mæta og fræða foreldra auk þess sem hann mun sýna tæki og tól sem notuð eru til neyslu vímuefna.

Hanna Skúladóttir og Anna Þorsteinsdóttir kynna forvarnahópinn “Flott fyrirmynd” (áður Flott án fíknar) og svara spurningum.

Fulltrúi fjölskyldumiðstöðvar Árborgar verður með stutt erindi og foreldrar segir aðeins frá foreldraröltinu. Kaffi, kleinur og kanilsnúðar í boði.

Fundarboðendur vonast til þess að sem flestir foreldrar sjái sér fært að mæta og standi saman í að skapa börnunum í Árborg jákvætt vímuefnalaust umhverfi.