Hefja gjaldtöku inn á Mýrdalssand

Hjörleifshöfði. Ljósmynd/Mats Wibe Lund

Vik­ing Park Ice­land er í viðræðum við ferðaþjón­ustuaðila um gjald­töku inn á Mýr­dalssand, nán­ar til­tekið leiðirn­ar upp að Haf­ursey og Kötlu­jökli.

mbl.is greinir frá þessu.

Jó­hann Vign­ir Hró­bjarts­son, framkvæmdastjóri Viking Park Iceland, staðfest­ir í sam­tali við mbl.is að eng­ar áætlan­ir séu uppi um greiðslu­skyldu ein­stak­linga, ein­ung­is fyr­ir­tækja. Jó­hann seg­ir að með gjald­tök­unni sé ætl­un­in að tak­marka um­ferð á svæðinu og stöðva ut­an­vega­akst­ur.

Áætlað er að gjald­tak­an hefj­ist 1. júlí en Jó­hann seg­ir und­ir­bún­ings­vinnu hafa staðið lengi og að allt verði gert í sam­ræmi við gild­andi lög og regl­ur.

Frétt mbl.is

Fyrri greinLausasölulyf seld á Flúðum og Laugarvatni
Næsta greinSelfoss átti ekkert í toppliðið