Hefja framleiðslu í maí

Það er farið að hylla undir lok uppsetningar á nýrri framleiðslulínu í yleiningarverksmiðju Límtrés á Flúðum. Línan er sett upp í nýrri byggingu í Torfdal við hlið límtrésverksmiðjunnar á bökkum Litlu-Laxár.

Framleiðslulínan er keypt frá Suður-Kóreu og hafa sjö starfsmenn á vegum söluaðilans unnið að uppsetningu hennar á undanförnum dögum. Búnaðurinn kom í tuttugu gámum að utan og verður framleiðslan í húsnæðinu sem er um 2.700 fermetrara að stærð.

Sjö manns starfa við smíði yleininga í verksmiðju fyrirtækisins í Reykholti í Biskupstungum og munu þeir starfa í verksmiðjunni á Flúðum í framtíðinni, en fyrst um sinn verður starfsemi á báðum stöðum.

Ætlað er að fyrstu einingarnar verði settar saman í maí.

Fyrri greinStefán kosinn formaður LSS
Næsta greinTekjur nokkuð umfram áætlanir