„Hef ekki rætt við minnihlutann“

Elfa Dögg Þórðardóttir, forseti bæjarstjórnar Árborgar, segir það ekki rétt að hún hafi rætt um samstarf við minnihlutann í Árborg eins og fullyrt var á Eyjunni í morgun.

Eyjan greindi frá því í morgun að Elfa Dögg hefði skrifaði félögum sínum í meirihlutanum bréf fyrir nokkrum dögum þar sem hún tilkynnti þeim, að hún ætti að óbreyttu ekki samleið með þeim í meirihlutasamstarfi í bænum.

Í frétt Eyjunnar er fullyrt að Elfa hafi rætt óformlega við fulltrúa minnihlutans um myndun nýs meirihluta.

„Ég hef ekki rætt formlega við minnihlutann um meirihlutasamstarf og þessu máli er lokið,“ sagði Elfa Dögg í samtali við sunnlenska.is. Í samstarfi sem þessu sé eðlilegt að upp komi ágreiningur milli fólks. „Loftið hefur verið hreinsað og meirihlutinn stendur styrkum fótum.“

Fyrri greinOrkerað, fílerað og gimbað
Næsta greinGistiheimili opnað í Ljósafossskóla