Hefðbundinn páskaakstur Strætó

Akstur vagna Strætó bs. um páskahátíðina verður með sama hætti og verið hefur síðustu ár. Enginn akstur verður á föstudaginn langa og páskadag.

Á skírdag verður ekið samkvæmt sunnudagsáætlun, laugardaginn 7. apríl verður ekið samkvæmt hefðbundinni laugardagsáætlun og á annan í páskum verður ekið samkvæmt sunnudagsáætlun.

Athygli farþega með Herjólfi á föstudaginn langa og páskadag er vakin á því að þá daga verður farin fyrri ferðin til Þorlákshafnar kl. 9:45 að morgni frá BSÍ og 10:00 frá Mjódd.