Hávaði í hasspartíi

Snemma í gærmorgun var óskað eftir lögreglu að fjölbýlishúsi á Selfossi vegna hávaða sem barst frá íbúð í húsinu.

Þegar lögreglumenn komu á staðinn voru nokkrir ungir karlmenn í íbúðinni. Grunur vaknaði um að þeir væru að reykja hass.

Fíkniefnahundur leitaði í íbúðinni og fann þar smávegis af kannabis. Við yfirheyrslu viðurkenndi einn úr hópnum að eiga efnið.