Haustdagskráin hefst í dag

Haustdagskrá Hugforms, Jógastöðvar Selfoss, hefst í dag með opnum ókeypis tíma kl. 17:15.

Þar verður blanda af ýmsu jóga og endað með Yoga Nidra djúpslökun.

Strax á eftir eða kl. 18:05 verður kynning á námskeiðum vetrarins. Meðal annars verður í boði nýtt námskeið, Breyttur lífstíll.

Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá frá og með miðvikudeginum 5. sept.

Heimasíða Hugforms