Hátt í tvö þúsund fluttu til útlanda

Alls hafa 1.912 manns fluttst erlendis frá Suðurlandi á tímabilinu 1. október 2008 til 12. nóvember 2012. Þar af fluttust 1.064 einstaklingar með íslenskt ríkisfang til útlanda á þessu tímabili.

Íbúar með erlent ríkisfang sem fluttu voru 848. Samsvarar þessi fjöldi fólks sem tekið sig hefur upp og flutt til útlanda, allra íbúa í sveitarfélaginu Ölfus.

Flestir íslensku ríkisborgaranna fluttu til Noregs, 437 og kemur Danmörk þar á eftir en 313 fluttu þangað. Til Svíþjóðar fluttu 128 en nokkuð mikið færri fluttu til næsta lands í röðinni, Bandaríkjanna en þangað fluttu 28 Sunnlendingar á sl. fjórum árum.

Af þeim erlendu ríkisborgurum sem fluttu frá Suðurlandi fóru langflestir, eða 377 til Póllands.

Dregið hefur úr brottflutningi fólks eftir því sem árin líða, flestir eða 579 fluttu út árið 2009 en 198 það sem af er ári 2012.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu

Fyrri grein„Hissa og ótrúlega ánægð“
Næsta greinMarkús spjallar í Listasafninu