Hátt í 40 teknir fyrir hraðakstur

Lögreglan á Suðurlandi kærði 37 ökumenn fyrir að aka of hratt í liðinni viku. Tveir þeirra reyndust á yfir 140 km/klst hraða, báðir í uppsveitum Árnessýslu.

Annar þeirra var á 141 km/klst en hinn á 143 km/klst hraða. Fimm ökumenn voru teknir á hraðabilinu frá 130 til 139 km/klst.

Í dagbók lögreglunnar kemur einnig fram að fimm ökumenn hafi verið stöðvaðir, grunaðir um að hafa ekið undir áhrifum áfengis í liðinni viku.

Fyrri greinLögreglan kyrrsetti hestakerru
Næsta grein„Komdu í kórinn vinur minn“