Hátíðarfundur í fjarfundi í dag

Flúðaskóli fékk verðlaunin 2019 fyrir frábært leiklistarstarf. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Sunnlendingar eru hvattir til að sækja hinn árlega hátíðarfund Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands, sem haldinn er í dag kl. 17:00.

Forseti Íslands er að venju gestur fundarins og mun hr. Guðni Th. Jóhannesson afhenda styrki Vísinda- og rannsóknarsjóðsins og sömuleiðis Menntaverðlaun Suðurlands 2020.

Á fundinum mun Sólveig Þorvaldsdóttir, fyrrverandi styrkþegi, kynna doktorsverkefni sitt; Towards a Theoretical Foundation for Disaster-Related Management Systems.

Fundurinn verður lokaður að þessu sinni vegna fjöldatakmarkana í sóttvarnarskyni en verður þess í stað sendur út í myndstreymi í gegnum Zoom og má tengjast fundinum hér.

Meeting ID: 876 5247 8676
Passcode: 298442

Fyrri greinML úr leik í Gettu betur
Næsta greinHamarsmenn stefna ótrauðir áfram