Hátíðarhöld á 1. maí

Dagskrá 1. maí hátíðarhaldanna á Selfossi á morgun hefst með hátíðargöngu frá Tryggvatorgi eftir Austurvegi kl.11. Félagar í Sleipni fara fyrir göngunni á hestum.

Gengið verður að Austurvegi 56 þar sem dagskráin fer fram. Kynnir er Halldóra S. Sveinsdóttir en hátíðarræðu flytur Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB.

Guðmundur Snæbjörnsson nemandi Menntaskólanum á Laugarvatni flytur ávarp og Lalli töframaður og Ingó veðurguð skemmta.

Kaffi og með því á staðnum.

Fyrri greinFlott bekkjarsystkini unnu til verðlauna
Næsta grein1,1 milljón í sekt fyrir landabrugg