Hátíð krossins á Úlfljótsvatni

Kaþólski söfnuðurinn á Suðurlandi fékk í upphafi sumars aðstöðu til messuhalds í Úlfljótsvatnskirkju. Í sumar hefjast messur þar á sunnudögum kl. 16.

Eftir messu í dag, sunnudaginn 8. júní, verður gengið frá kirkjunni upp að stórum krossi sem er uppi á hæð skammt frá kirkjunni. Þar verður haldin bænastund.

Þetta er gert í tilefni af því að 25 ár eru síðan krossinum var komið fyrir, en Jóhannes Páll páfi II blessaði krossinn í heimsókn sinni til Íslands í júní árið 1989.

Allir eru velkomnir.

Fyrri greinVeikur maður sóttur á Hvannadalshnjúk
Næsta greinFlýtti sér mikið með lögguna á hælunum