Hásteinn aflahæsti dragnótarbáturinn

Hásteinn ÁR8 frá Stokkseyri er dragnótarbátur ársins 2013. Hann var einungis gerður út í sex mánuði á árinu en náði engu að síður að verða aflahæstur allra dragnótabáta á landinu.

Frá þessu er greint á vef Aflafrétta.

Báturinn hóf ekki veiðar fyrr enn í mars enn mokveiddi og varð aflahæstur bæði í mars sem og í apríl. Hásteinn var með 386 tonn í mars og stærsta löndunin var í apríl 53 tonn. Báturinn hóf svo veiðar aftur í september og varð aflahæstur þá líka og varð annar í október.

Heildarafli bátsins var 1.378 tonn í 64 róðrum eða 21,5 tonn í róðri. Aflaaukninginn hjá bátnum var líka góð eða 20%.

Skipstjóri á Hásteini er Vilhelm Henningsson.

Fyrri greinBaldur aftur formaður Baldurs
Næsta greinFriðrik ver doktorsritgerð sína