Hart á hrossum

sunnlenska.is/Sigurður Jónsson

Matvælastofnun brýnir fyrir hrossaeigendum að koma heyi í útiganghross og huga vel að ástandi þeirra nú þegar rofað hefur til víða um land.

Frosthörkur í kjölfar norðan áhlaups kallar á aukið eftirlit og umhirðu með hrossum á útigangi.

Nauðsynlegt getur verið að moka leið að hrossum til að koma til þeirra heyi þar sem skaflar eru miklir. Hross á útigangi þurfa að vera í ríflegum holdum á þessum árstíma.

Fyrri greinTvennir jólatónleikar á Hendur í höfn um helgina
Næsta greinDýr dagsferð í Jökulsárlón