Harma mistök við verðlaunaafhendingu á skólaslitum

BES á Stokkseyri. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Skólastjóri Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri og sviðsstjóri fjölskyldusviðs Sveitarfélagsins Árborgar harma mistök sem urðu við verðlaunaafhendingu á skólaslitum í sveitarfélaginu í síðustu viku.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birt var á heimasíðu Sveitarfélagsins Árborgar í gær.

Skólastjórnendur hafa verið harðlega gagnrýndir í netheimum undanfarna daga en af átta nemendum sem útskrifuðust úr BES voru sex þeirra kallaðir upp á svið til að taka á móti viðurkenningum en tvö börn sátu eftir og fengu enga viðurkenningu.

Í yfirlýsingunni frá Páli Sveinssyni, skólastjóra og Þorsteini Hjartarsyni, sviðsstjóra hjá Árborg segir að farið verði yfir framkvæmd skólaslita allra grunnskólanna á samstarfsvettvangi skólastjóra og sviðsstjóra með það að markmiði að fyrirbyggja slík mistök í framtíðinni.

Fyrri greinRagnheiðarganga í Skálholti
Næsta greinHafdísi Hrönn í 3. sætið