Harma að starfsmannamál hafi ratað í fjölmiðla

Leikskólinn Álfheimar á Selfossi. sunnlenska.is/Jóhanna SH

Starfsmenn leikskólans Álfheima á Selfossi sem sendir voru í leyfi vegna atviks í starfsmannaferð munu hefja aftur störf á leikskólanum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá sveitarfélaginu Árborg. Eftir starfsmannaferð leikskólans í byrjun maí bárust stjórnendum leikskólans upplýsingar um atvik sem talið var þess eðlis að rétt væri að virkja verkferla samkvæmt stefnu Árborgar gegn einelti, áreitni og ofbeldi.

Utanaðkomandi fagaðili var fenginn til þess að annast skoðun málsins og er þeirri skoðun nú lokið. Þeir starfsmenn sem voru í leyfi á meðan skoðun málsins fór fram munu hefja aftur störf á leikskólanum.

Í tilkynningu sveitarfélagsins er það harmað að starfsmannamál leikskólans hafi ratað í fjölmiðla.

Fyrri greinEva María Íslandsmeistari í hástökki
Næsta greinKIA Gullhringnum frestað fram í september