Harður árekstur við Skeiðavegamót

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Tveir fólksbílar lentu í hörðum árekstri á Skeiðavegamótum á sjötta tímanum í dag með þeim afleiðingum að annar bíllinn valt.

Einn var í hvorum bíl og voru ökumennirnir báðir fluttir á slysadeild á Selfossi til aðhlynningar.

Lögregla og sjúkraflutningamenn frá Selfossi fóru á vettvang ásamt tækjabíl frá Brunavörnum Árnessýslu. Bílarnir eru báðir mikið skemmdir.

Fyrri greinRafmagnslaust á stóru svæði í Bláskógabyggð
Næsta greinFarsæld barna í fyrirrúmi