Gatnamót Þorlákshafnarvegar og Þrengslavegar eru lokuð eftir harðan árekstur á fjórða tímanum í dag.
Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að lokað sé fyrir umferð um gatnamótin um óákveðinn tíma á meðan viðbragðsaðilar eru við störf á vettvangi.
Uppfært kl.16:40
Búið er að opna fyrir umferð frá Þorlákshöfn, um gatnamót að Hveragerði. Enn er lokað fyrir umferð í Þrengslin.
Tvær bifreiðar skullu saman á gatnamótunum og voru alls 5 farþegar í bifreiðunum. Búið er að flytja alla af vettvangi til frekari skoðunar.
Unnið er að því að hreinsa veg og fjarlægja bifreiðarnar, ásamt því að rannsaka tildrög slyssins.

