Harður árekstur á Þrengslavegi

Frá vettvangi slyssins á Þrengslavegi. Ljósmynd/Brunavarnir Árnessýslu

Fimm voru fluttir til skoðunar á slysadeild eftir harðan árekstur fólksbíls og jepplings á Þrengslavegi í hádeginu í dag.

Fjórir ferðamenn voru í öðrum bílnum, sem var ekið í veg fyrir fólksbíl sem ók eftir Þrengslavegi, við afleggjarann að Raufarhólshelli. Ökumaðurinn var einn á ferð í hinum bílnum.

Nokkrar umferðartafir urðu á Þrengslavegi vegna slyssins. Tækjabíll frá Brunavörnum Árnessýslu á Selfossi var kallaður á svæðið til þess að hreinsa vettvanginn og lögreglan á Suðurlandi rannsakar tildrög árekstursins.

Fyrri greinÁburðarstuðningur greiddur til bænda
Næsta greinHamar-Þór tryggði sér sæti í úrslitum