Harður árekstur á Selfossi

Frá vettvangi slyssins í morgun. Ljósmynd/Aðsend

Harður árekstur varð á gatnamótum Suðurhóla og Háheiðar á Selfossi laust fyrir klukkan átta í morgun.

Jeppa var þar ekið af Suðurhólunum inn á Háheiði í veg fyrir jeppling sem kom úr gagnstæðri átt.

Ökumenn bílanna voru einir á ferð og var annar þeirra fluttur á slysadeild HSu á Selfossi til skoðunar. Bílarnir eru mikið skemmdir.

Tækjabíll frá Brunavörnum Árnessýslu var kallaður á vettvang til þess að hreinsa olíu af veginum og á meðan stýrði lögreglan umferð um vettvang slyssins.

Fyrri greinSmíða skartgripi úr gamalli mynt
Næsta greinFullorðinsfræðsla og símenntun í höndum Sunnlendinga