Tveir fólksbílar lentu í hörðum árekstri á mótum Austurvegar og Heiðmerkur á Selfossi síðdegis í dag.
Einn var í hvorum bíl og var ökumaður annars bílsins fluttur til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Bílarnir eru báðir mikið skemmdir.
Talsverðar umferðartafir voru á vettvangi slyssins en lögregla stýrði umferð um hann og mun í framhaldinu rannsaka tildrög slyssins.
