Harður árekstur á Selfossi

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Harður árekstur varð á mótum Erlurima og Suðurhóla á Selfossi í hádeginu í dag.

Einn var í hvorum bíl og voru báðir fluttir á slysadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi.

Lögreglan á Suðurlandi rannsakar tildrög slyssins en talsverður viðbúnaður var hjá viðbragðsaðilum vegna þess. Tækjabíll frá Brunavörnum Árnessýslu var einnig kallaður á staðinn, til þess að hreinsa vettvanginn.

Fyrri greinÞað er aldrei rétt að segja „víst að“
Næsta greinLeikskólabörn sungu á Kirkjuhvoli