Harðar aðgerðir til að brjóta smitkeðjuna

Flúðir. Ljósmynd/Hera Hrönn Hilmarsdóttir

Einn nemandi í 1. Bekk Flúðaskóla hefur greinst með COVID-19 og vitað er um tvö önnur smit í Hrunamannahreppi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá sveitarfélaginu.

Til þess að reyna að brjóta smitkeðjuna sem gæti verið í gangi í samfélaginu hefur verið ákveðið að fara í harðar aðgerðir í hreppnum fram yfir helgi og eru aðgerðirnar unnar í samvinnu við smitrakningarteymi Almannavarna.

Grunnskólinn verður lokaður á föstudag og mánudag, en á mánudeginum er starfsdagur. Leikskólinn verður lokaður á föstudag. Lokað verður í sundlaug, íþróttahúsi og tækjasal frá föstudegi til sunnudags.

Íbúar eru hvattir til að nýta helgina í að vera heima við og hitta sem fæsta.

Fyrri greinBarbára Sól og Dagur Fannar íþróttafólk Umf. Selfoss 2020
Næsta greinTvö smit til viðbótar á Suðurlandi