Haraldur Birgir nýr sviðsstjóri

Haraldur Birgir Haraldsson hefur verið ráðinn sviðsstjóri umhverfis-, eigna- og tæknisviðs Rangárþings ytra. Hann tók til starfa um síðustu mánaðamót.

Starf hans felur m.a. í sér umsjón með skipulags- og byggingarmálum sveitarfélagsins.

Haraldur Birgir er blikksmiður, rekstrariðnfræðingur og byggingafræðingur að mennt. Hann hefur einnig víðtæka reynslu á sviði félagsmála í störfum sínum fyrir bæði sveitarfélög og ríki. Hann starfaði áður sem skipulags- og byggingarfulltrúi fyrir Sandgerði og Garð.

Haraldur Birgir hefur flutt á Hellu ásamt fjölskyldu sinni, Örnu Steinunni Árnadóttur ásamt tveimur af þremur börnum þeirra; Hörpu sem hefur hafið störf á Leikskólanum Heklukoti og Haraldi Árna. Steinunn Ýr, elsta barn þeirra er við nám í Kaupmannahöfn.

Haraldur Birgir hefur aðsetur á skrifstofu sveitarfélagsins og þar er hægt að fá tíma til viðtals hjá honum eftir samkomulagi.

Fyrri greinUppselt! Aukatónleikum bætt við
Næsta greinEngin byggingarnefnd í Rangárþingi ytra