Hár gufumökkur frá jöklinum

Gufumökkur frá Eyjafjallajökli hefur stigið í yfir 3 km hæð í morgun. Veður er kyrrt og bjart og gott útsýni til jökulsins.

Mökkurinn er hvítur og enga ösku að sjá í honum. Enginn gosórói er í jöklinum og skjálftavirkni lítil.

Samkvæmt jarðvísindamönnum, sem hafa verið að störfum í gær og í morgun á jöklinum er þetta hita- og gufuútstreymi auk þess sem brennisteinsvetni (SO2) kemur upp eins og undanfarið. Gufur stíga einnig upp af hrauninu, en ekki hefur bæst í það. Aska hefur hrunið úr gígbarminum vestanverðum og ofan í gíginn og myndar þar aurkeilu.

Jarðvísindamenn munu starfa áfram á jöklinum um helgina. Almannavarnir og Veðurstofan fylgjast einnig með framvindunni.