Harður árekstur á Selfossi

Einn var fluttur til læknisskoðunar eftir harðan árekstur jepplings og fólksbíls á mótum Erlurima og Suðurhóla á Selfossi síðdegis í dag.

Ökumaður jepplingsins ók útaf Erlurimanum í veg fyrir fólksbílinn sem kom úr vestri eftir Suðurhólum.

Tvennt var í fólksbílnum og sakaði ekki en kona sem ók jepplingnum var flutt með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurlands til læknisskoðunar en hún kvartaði undan eymslum í brjóstkassa. Meiðsli hennar eru ekki talin alvarleg.

Fyrri greinSASS tekur að sér skólaakstur fyrir FSu
Næsta greinLjóðasamkeppni og bókamarkaður