Harður árekstur í Kömbunum

Harður árekstur varð síðdegis í gær í Kömbunum. Fólksbifreið fór yfir á rangan vegarhelming í beygju ofarlega í Kömbunum og inn í hlið bifreiðar sem kom á móti.

Enginn slasaðist í árekstrinum en talsvert tjón á ökutækjum og þurfti að fjarlægja aðra bifreiðina með dráttarbíl.