Harður árekstur í Hveradölum

Harður árekstur varð í Hveradalabrekkunni á Suðurlandsvegi í morgun þegar lítil rúta ók aftan á gámaflutningabíl.

Átta manns voru í rútunni en ökumaður gámaflutningabílsins var einn á ferð.

Enginn slasaðist í þessum árekstri og má það teljast vel sloppið því rútan er stórskemmd.

Fyrri greinGrunaður þjófur beint í fangelsi
Næsta greinSjóli farinn til Eyja