Harður árekstur fólksbíls og rútu

Harður árekstur varð á milli fólksbifreiðar og rútu á gatnamótum Biskupstungnabrautar og Laugarvatnsvegar síðdegis á föstudag.

Ökumaður fólksbifreiðar ók suður Laugarvatnsveg í átt að Biskupstungnabraut og inn í hlið rútunna sem var ekið til vesturs.

Engin slys urðu á fólki en fólksbifreiðin skemmdist mikið og var flutt með kranabifreið af staðnum.

Ökumaður fólksbifreiðarinn mun hafa ekið á um 70 km hraða inn á gatnamótin þar sem honum bar að víkja fyrir rútunni. Hann bar fyrir sig að hafa ekki séð rútuna.

Fyrri greinStrákarnir okkar: Komust ekki á blað
Næsta greinDagbók lögreglu: Slasaðist þegar hönd fór í vélsög